Anna Soffía Guðmundsdóttir (55), blaðafulltrúi Dætra Jordans:

Körfuboltahópurinn Dætur Jordans er skipaður hjúkrunarfræðingum og sjúkraþjálfurum. Stelpurnar hittast á föstudögum í Verslunarskóla Íslands og gera það sem þeim finnst skemmtilegast, spila körfubolta. Liðið var stofnað fyrir 25 árum og enn þann dag í dag er sami kjarninn í liðinu.

GLÆSILEGAR: Dætur Jordans eru svo sannarlega glæsilegur hópur og búningarnir enn flottari en þeir eru sérhannaðir.

GLÆSILEGAR: Dætur Jordans eru svo sannarlega glæsilegur hópur og búningarnir enn flottari en þeir eru sérhannaðir.

Jordan „Við tókum okkur saman nokkrar konur sem unnum á Landspítalanum við Hringbraut og ákváðum að hittast til að hreyfa okkur haustið 1991,“ segir Anna, spurð um upphaf Dætra Jordans.
„Flestar vorum við á þrítugs- og fertugsaldri þá, og nú, 25 árum seinna, er sami kjarninn enn að mæta á æfingar. Sem betur fer eru yngri konur á Landspítalanum mættar til leiks, þannig að vonandi heldur þessi hefð áfram í 25 ár í viðbót,“ segir Anna Soffía.

„Í fyrstu tímunum vissum við ekki hvaða íþróttagrein ætti að taka fyrir og reyndum við fyrir okkur í blaki, handbolta og körfubolta. Við borguðum salinn og vorum ánægðar með að hittast vikulega. Við fréttum af þátttöku handbolta- og fótboltastráka á Landspítalanum í Norrænu sjúkrahúsleikunum (DNHL), en þeir leikar eru haldnir annað hvert ár milli starfsfólks á sjúkrahúsum á Norðurlöndunum.

Þá komumst við að því að strákarnir voru að æfa frítt tvisvar í viku með styrk frá Starfsmannaráði Landspítala og ákváðum við að gera okkur gildandi í íþróttafélaginu með því að bjóða okkur fram í stjórnina. Þar kröfðumst við þess að fá annan tímann fyrir konur og fengum hann eftir smáþras, tveimur árum seinna,“ segir Anna.

Lestu allt viðtalið í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts