Rifust í þáttunum en voru bestu vinir í einkalífinu:

Þeir Kelsey Grammer og David Hyde Pierce, sem léku Crane bræðurna í hinum geysivinsælu Fraser sjónvarpsþáttum hittust á ný í New York í gærkvöldi.  Þeir öttu þar kappi við hvern annan í spurningakeppni í léttari kantinum.  Keppnin var á vegum sjónvarpsþáttarins Access Hollywood Live sem var tekin upp á Rockerfeller Plaza hótelinu.

Fraser þættirnir gengu í ein 11 ár áður en þeir voru slegnir af árið 2004. Þeir Grammer og Pierce léku þar bræður sem báðir voru með læknisgráðu, þá Fraser og Niles Crane. Þótt þeir hafi stöðugt verið að rífast á skerminum kom þeim mjög vel saman í einkalífinu, að því er segir í frétt um málið á vefsíðu Daily Mail.

RIFUST: Léku saman í Fraser í 11 ár og rifust allan tímann.

RIFUST: Léku saman í Fraser í 11 ár og rifust allan tímann.

Í keppninni áttu þeir að svara spurningum um hver sagði hvað en allar tilvitnanir í spurningunum voru í Hollywood leikara. Svo fór að Pierce vann keppnina með einu stigi. Þeir gerðu síðan stólpagrín að því að hvorugur þeirra náði að svara meir en helmingnum af spurningunum rétt.

Related Posts