Aðeins það besta er nógu gott fyrir James Bond:

James Bond leikarinn Daniel Craig hafnaði 5 milljóna dollara eða 675 milljóna kr. tilboði frá Sony við gerð myndarinnar Spectre. Upphæðina átti leikarinn að fá ef hann notaði Sony síma í myndinni.

Þetta kemur fram í tölvupóstum sem rænt var úr tölvukerfi Sony og birtir hafa verið á wikiLeaks. Þar segir að Sony Mobil hafi gert Daniel Craig þetta tilboð en að leikarinn hafi hafnað því í samráði við Sam Mendes leikstjóra myndarinnar þar sem að viðkomandi Sony símar væru alls ekki þeir bestu á markaðinum. Og hjá James Bond kemur aðeins það besta til greina.

Fyrir utan greiðsluna til Craig ætlaði Sony að nota nær fjórfalda þá upphæð í markaðsherferð fyrir þessum símum. Það fylgir sögunni að þeir Craig og Mendes hafi einnig hafnað sambærilegu tilboði frá Samsung.

Related Posts