Chris Brown (26):

Stilka úr heimildarmynd um tónlistarmanninn Chris Brown kom út í gær.

Í stiklunni er farið yfir feril Brown og mikið fjallað um það þegar hann réðst á fyrrverandi kærustu sína, söngkonuna Rihanna.

Brown segir að honum hafi liðið eins og skrímsli eftir að hafa lamið söngkonuna og hafi meðal annars íhugað sjálfsmorð þegar fjölmiðlafárið í kringum málið stóð sem hæst.

Það sem vekur þó mesta athygli í þessari stiklu er að það lítur út fyrir að Chris Brown iðrist ekki mikið og í raun er um algjöra sjálfsvorkunn að ræða.

SLÆMT: Rihanna var laminn illa af Chris Brown.

SLÆMT: Rihanna var laminn illa af Chris Brown.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts