Celine Dion (48) frumflytur nýtt lag: 

SAMIÐ Í MINNINGU RENÉ

Söknuður Söngkonan Céline Dion frumflutti nýtt lag sitt Recovering í beinni útsendingu á föstudagskvöld. Tilefnið var fjársöfnunin Stand Up To Cancer 2016, sem haldin er til styrktar baráttunni við krabbamein og er þetta í fimmta sinn sem fjársöfnunin fer fram. Céline sló botninn í dagskrána með tilfinninganæmum flutningi sínum.

Stjörnur eins og Bradley Cooper, Tom Hanks, Emma Stone, Josh Gad, Viola Davis, Anna Kendrick, Kristen Wiig, Rob Riggle og Katie Couric tóku þátt í sjónvarpsútsendingunni sem fór fram í Walt Disney Concert Hall í Los Angeles. Hvert og eitt þeirra talaði um hvernig krabbamein hefði haft áhrif á þeirra eigið líf.

636090655693883930-gty-601181590-85053380

Leikarinn Tom Hanks sá um að kynna Céline á svið, en eiginkona hans, leikkonan Rita Wilson barðist við brjóstakrabbamein. Hún fór í tvöfalt brjóstnám og er laus við krabbameinið í dag.

636090594779081453-gty-601336790-85054272

Leikarnir Kristen Wiig, Emma Stone og Bradley Cooper voru á meðal margra frægra einstaklinga sem sáu um að svara í söfnunarsímana meðan á útsendingu stóð.

Við sögðum frá því í byrjun júlí, sjá hér að Pink hefði samið lagið fyrir Céline Dion. Recovering er fyrsta lagið af væntanlegri plötu Céline sem er fyrsta plata hennar síðan 2013.

Séð og Heyrt hlustar á tónlist.

Related Posts