Miðbaugsmaddaman Catalína (36) lætur ekki deigan síga:

katalina2

HIÐ DÖKKA MAN: Catalina er talin 36 ára þó ekkert sé um það vitað.

Catalina Mikue Ncogo, stundum nefnd Miðbaugsmaddaman, sem rekið hefur tískuverslunina Miss Miss í Holtagörðum, brá sér til Mílanó á Ítalíu til þess að kaupa föt fyrir jólin.

Catalina hefur verið búsett hér á landi í áratugi og komið ár sinni vel fyrir borð þó hlotið hafi dóm og setið hann af sér í kvennafangelsinu í Kópavogi. Jólabók um líf hennar kom út fyrir nokkrum árum og olli titringi víða í samfélaginu.

En nú er hún sem sagt í Mílanó að kaupa jólafötin og væntanleg til landsins síðar á aðventunni. Catalina er talin vera 35 ára en um það er ekkert vitað með vissu því engir opinberir pappírar eru til sem staðfesta það.

Nýtt Séð og Heyrt á næsta blaðsölustað

Related Posts