Caitlyn Jenner (66) farðar:

Raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner, áður ólympíufarinn Bruce Jenner, ætlar að feta í fótspor dóttur sinnar, Kylie Jenner, og skella sér á fullt í snyrtivörubransann.

Caitlyn hefur sótt um vörumerki undir sínu eigin nafni til að framleiða snyrtivörur og er nú á teikniborðinu að hanna vörur sínar.

VINSÆL: Caitlyn Jenner er vinsæl og ætlar sér stóra hluti.

VINSÆL: Caitlyn Jenner er vinsæl og ætlar sér stóra hluti.

Caitlyn ætlar ekki bara að einbeita sér að förðunarvörum því hún mun bjóða upp á allt sem hugurinn girnist þegar það kemur að snyrtivörum eða allt frá naglalakkaeyði til ilmvatna.

Dóttir Caitlyn, Kylie Jenner, hefur náð góðum árangri í snyrtivörubransanum en varagloss hennar seldust upp á nokkrum sekúndum eftir að þau komu út.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts