Í næsta nágrenni við byssuverkstæði Jóa er verslun af allt öðrum meiði, en þar opnuðu ungar konur snyrtivöruverslunina Alena. Verslunin er í húsnæði sem áður hýsti byssuverslun og verkstæði Jóa byssusmiðs því má segja að skipt hafi verið á gerviaugnhárum og byssukúlum.

Alena hefur sérhæft sig hingað til í netverslun á snyrti- og förðunarvörum en hefur nú opnað verslun með vörunum. Boðið var til opnunarteitis þar sem allt það nýjasta var kynnt. Vöruúrvalið er fjölbreytt og ættu allir sem vilja skvísa sig upp fyrir sumarið að líta inn og kynna sér það nýjasta á markaðnum.

 

jói byssusmiður

GLÆSILEGAR: Skvísurnar Bára, Þóra, Sigga, Sólveig og Hera, eigandi Alenu, skemmtu sér vel á opnuninni.

 

Related Posts