Magnús Scheving (49) og Hrefna Björk Sverrisdóttir (32):

 

Sæl Hamingjan leikur við Hrefnu Björk Sverrisdóttur og athafnamanninn Magnús Scheving og nú eru þau farin að búa saman. Hrefna Björk vill ekki ræða málin né gefa upp hvar þau búa en sjálf er hún skráð til heimilis á Frakkastíg og Magnús enn með fyrrum konu sinni, Ragnheiði Melsted, á Lindarbraut á Seltjarnarnesi. En saman búa þau samt.

Sautján ára aldursmunur er á Magnúsi og Hrefnu en það var ekki að sjá í sumarleyfi þeirra á Ibiza þar sem þau nutu sólarinnar í gleðistraumum eigin tilfinninga og heitum sandi.

Spurð um brúðkaup hlær Hrefna Björk og segir það ekki á dagskrá.

Related Posts