Árin líða hjá Nick Nolte (74):

Módel Stórleikarinn Nick Nolte hóf feril sinn sem fyrirsæta. Hann þótti manna flottastur og var eitt sinn útnefndur kynþokkafyllsti maður veraldar. Hann hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum og hefur nokkrum sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og vann eitt sinn Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í Prince of Tides.

176443-nick-nolte

TEKINN: Nick Nolte rataði í heimsfréttirnar þegar hann var handtekinn og grunaður um ölvunarakstur, en síðar kom í ljós að hann var undir áhrifum eiturlyfja.

 

Meðal annarra mynda sem hann hefur leikið í má nefna Down and Out in Beverly Hills og Hotel Rwanda og sú nýjasta heitir Return to Sender en þar þykir hann eiga stjörnuleik.
Líferni leikarans hefur oftar en ekki ratað í fjölmiðla, hann var handtekinn fyrir nokkrum árum vegna gruns um ölvunarakstur en síðar kom í ljós að hann var undir áhrifum sterkra eiturlyfja. Hann skráði sig síðar í meðferð. Nick þótti manna fríðastur á sínum tíma en það er ekki margt sem minnir á það í dag.

 

3_16_92_300x400

ÞÁ OG NÚ: Hann var eitt sinn valinn kynþokkafyllsti maður jarðarinnar.

 

a33N9

SYKURSÆTUR FORSÍÐUSTRÁKUR: Nick Nolte á fjölbreyttan feril að baki, hér er hann á forsíðu Playgirl sem þótti ögrandi á sínum tíma.

Related Posts