Súperkaupfélagsstjórinn Þórólfur Gíslason (62) á Sauðárkróki:

 

Helga Egilson Helga EgilsonKóngurinn Þórólfur Gíslason, einn valdmesti maður í íslensku viðskiptalífi og þar með þjóðlífinu öllu, hefur lokið við breytingar á einbýlishúsi sínu á Sauðárkróki sem hann stækkaði um næstum helming.

Einbýlishús kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga við Háuhlíð 2 á Króknum var myndarlegt áður en nú þegar viðbyggingin hefur verið tekin í gagnið er það orðið glæsilegt að sögn þeirra sem í það hafa komið. Viðbyggingin er móttökusalur á annarri hæð, byggður yfir tvöfaldan bílskúr og var þó bílskúr fyrir í húsinu. Á meðan á framkvæmdum stóð flutti fjölskylda Þórólfs í annað hús í bænum en nú eru allir komnir heim í höllina; Þórólfur og eiginkona hans, Andrea Dögg Björnsdóttir, og tvær dætur, ellefu og fjögurra ára, ættleiddar frá Kína.
Sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga ræður Þórólfur yfir miklum kvóta í sjávarútvegi auk þess að eiga meira og minna alla mjólk í landinu og versla með.

Þórólfur er ættaður af Austurlandi en Gísli, faðir hans, rak síldarvinnslu á Reyðarfirði um árabil en í móðurætt er hann af Briem-ætt sem landsþekkt er vegna andlegs atgervis yfir meðallagi.

Related Posts