Garðar Gunnlaugsson (31) fór á gamlar slóðir:

 

FALLEGT: Yggdrasill sómir sér vel á handleggnum á Garðari.

FALLEGT:
Yggdrasill sómir sér vel á handleggnum á Garðari.

Sjóðandi heitur „Þetta er Yggdrasill og Þór, síðan er ég með Óðin á hinni hendinni,“ segir fótboltakappinn Garðar Gunnlaugsson, þekktur langt út fyrir landsteinana sem fyrrum eiginmaður Ásdísar Ránar.

Garðar hélt til Búlgaríu á dögunum ásamt unnustu sinni, Ölmu Dögg, en þau eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þar fékk Garðar viðbót við húðflúr sem hann bar á handleggnum.

„Ég er hrifinn af norrænni víkingafræði og fann því nokkrar myndir áður en ég fór út og síðan rissaði listamaðurinn út frá því. Hann er hokinn af reynslu, enda búinn að vinna við þetta í 20 ár.“

Garðar kynntist listamanninum þegar hann bjó í Búlgaríu ásamt fyrrverandi konu sinni, Ásdísi Rán.

„Aðstoðarkona Ásdísar var með mörg húðflúr og mældi með þessum náunga. Hún þekkti mikið til og því vel við hæfi að fara að hennar ráðum.“

Húðflúr eins og Garðar fékk sér kostar um hálfa milljón hérna heima en úti var verðið nokkuð minna. „Ég borgaði 45 þúsund fyrir þetta,“ segir Garðar og brosir.

Upphaflega var ætlunin að unnusta Garðars, Alma Dögg, myndi fá sér líka tattú en það breyttist. „Hún má ekki fá sér tattú þar sem hún er ólétt, en hún fær sér bara næst þegar við förum.“

Related Posts