Bubbi Morthens (59) í jólafíling:

Bubbi Morthens er með eindæmum atorkusamur og afkastamikilli tónlistarmaður. Þessa dagana er hann að fylgja eftir nýútkominni plötu sem nefnist 18 konur en nýlega sendi hann einnig frá sér ljóðabókina Öskraðu gat á myrkrið. Bubbi hefur í ýmsu að snúast fyrir jólin og hefur lítinn tíma fyrir smákökubakstur.

bubbi og rúv

UMVAFINN: Bubbi Morthens með hljómsveitinni Spaðadrottningunum.

Jól „Ég borða ekki smákökur. Þó að ég hefði tíma til að baka þá hef ég ekki komist upp á lag með að borða þær, ég er ekki mikill kökukall. Ég var komin yfir fimmtugt þegar ég borðaði tertur, svona rjómatertur. Ég er meira fyrir epli, þessi litlu eru best,“ segir söngvarinn og ljóðskáldið Bubbi.

Í huga margra er Bubbi Morthens hinn eini sanni jólasveinn sem kemur syngjandi með jólin á Þorláksmessutónleikum sínum. Dyggir aðdáendur hans þurfa ekki að örvænta því að tónleikarnir verða á sínum stað í Hörpu.

„Þetta er hefð hjá mörgum að koma á tónleikana mína, sumir geta ekki haldið jól án Bubba og rjúpunnar. Ég borða rjúpur á jólunum en er hættur að skjóta þær sjálfur. Fæ þetta frá félaga mínum að norðan og ekta kofareykt hangikjöt á beini, verður ekki betra. Beint frá býli,“ segir Bubbi sem er rokinn af stað enda jólaannirnar miklar.

bubbi og rúv

Á SPJALLI: Ólafur Páll á Rás 2 ræðir við Bubba um nýútkomna plötu hans en Bubbi kemur fram í þættinum Stúdíó A sem Ólafur Páll stýrir.

Related Posts