Bryndís Schram (76) lét sig ekki vanta í Gamla bíó þegar Eddan var frumsýnd:

Margt var um manninn þegar Edda Björgvinsdóttir frumsýndi leikverk sitt, Edduna, í Gamla bíói. Þar er hún á sviði ásamt þeim Bergþóri Pálssyni og Gunnari Hanssyni sem leika dagskrárgerðarmenn sem fá leikkonuna Eddu Björgvinsdóttur í viðtal með kostulegum afleiðingum. Söngkonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir er mikill aðdáandi Eddu og skemmti sér vel þegar leið á sýninguna og Edda færðist öll í aukana.

Edda

HLÁTURMILD AÐ EÐLISFARI: Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona er ákafur aðdáandi Eddu og lét sig því að sjálfsögðu ekki vanta.

„Ég er náttúrlega mikill aðdáandi Eddu en mér fannst hún dálítið hæg í gang og ég hló miklu meira eftir hlé. Þá fannst mér hún taka góðan kipp,“ segir Jóhanna. „Kannski var frumsýningarskjálfti í liðinu, enda er þetta hægara sagt en gert. Edda er náttúrlega stórkostleg leikkona og það er ofsalega gaman að fylgjast með henni. Svo erum við líka frænkur. Fjarskyldar, erum báðar Kjósarkerlingar.
Bergþór Pálsson er líka í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Af sérstakri ástæðu sem er leyndarmál,“ segir Jóhanna og hlær.
Hið breytta Gamla bíó heillaði Jóhönnu algerlega. „Það var gaman að koma aftur í húsið. Ég er rosalega ánægð með hvernig búið er að breyta því og held að þetta sé alveg súperflott hús fyrir leiksýningar, tónleika og fleira.“

 

 

Edda

FYRRVERANDI: Brandarakallinn og leikhústöffarinn Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður Eddu, var sæll og sællegur.

 

Edda

FLOTTAR: Ragnheiður Ríkarðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Erna Hauksdóttir og dóttir hennar, Birna Hafstein leikkona.

 

Edda

EPLAFJÖLSKYLDAN: Bjarni Ákason, kenndur við epli.is, og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, dóttir Eddu og eigandi tíska.is, mættu eldhress á frumsýninguna ásamt ömmubörnum aðalleikkonunnar, þeim Bjarna Gabríel og Söru Ísabellu.

 

Edda

FEILNÓTA Í GESTALISTANUM: Margrét Íris Baldursdóttir, kona fjárfestisins Magnúsar Ármann, rýndi í gestalistann á meðan vinkona hennar, Anna Lilja Johansen, beið róleg.

 

 

Related Posts