Hanna Rún Bazev Óladóttir (25) farðar ýkt:

Dansdrottningin Hanna Rún hefur í nógu að snúast en hún ferðast um allan heim og dansar ásamt eiginmanni sínum, Nikita Bazev. Hann Rún þekkir öll smáatriðin þegar það kemur að samkvæmisdönsum og þar með talið förðuninni sem er lykilatriði.

GLÆSILEG: Hanna Rún er einn allra færasti dansari landsins.

GLÆSILEG: Hanna Rún er einn allra færasti dansari landsins.

Hjálpar til „Ég var að farða stelpurnar sem eru með mér í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, það er keppni næstu helgi og sumar stelpurnar eru að fara að keppa í fyrsta skipti þannig að ég var bara að hjálpa til og gefa þeim góð ráð hvað varðar förðun,“ segir Hanna Rún og bætir við að förðun fyrir samkvæmisdans sé ólík venjulegri förðun.

„Það er mikill munur á því þegar stelpur farða sig fyrir djammið til dæmis eða fyrir danskeppni. Förðunin fyrir dansinn er öll rosalega ýkt, stór gervihár, mikið brúnkukrem og stór gerviaugnhár. Ef maður setur til dæmis ekki augnhárin rétt á þá getur litið út eins og maður sér með lokuð augun sem við viljum ekki. Það tekur auðvitað mikið á að dansa svona mikið og þar af leiðandi svitnar maður helling. Þá þarf maður að vera rétt farðaður til að svitinn rústi ekki alla málninguna.“

FARÐAR: Hanna þekkir förðunina í samkvæmisdönsum vel. Hér er hún að farða systur sína, Unni Kristínu.

FARÐAR: Hanna þekkir förðunina í samkvæmisdönsum vel. Hér er hún að farða systur sína, Unni Kristínu.

Út um allan heim

Hanna Rún og eiginmaður hennar, Nikita Bazev, eru eitt allra fremsta danspar Íslendinga og því nóg að gera. Þau voru á Íslandi á milli jóla og nýárs og dönsuðu meðal annars fyrir myndband hljómsveitarinnar Of Monsters And Men.

KANN ÞETTA: Hanna sýndi stelpunum hvernig á að gera þetta með stæl.

KANN ÞETTA: Hanna sýndi stelpunum hvernig á að gera þetta með stæl.

„Það var alveg ótrúlega gaman, allir sem komu að myndbandinu voru frábærir og við kynntumst alveg hellingi af skemmtilegu fólki. Þetta var tekið upp á milli jóla og nýárs og þá vorum við einmitt á landinu. Upptakan var á þremur mismunandi stöðum og þar sem við dönsum fyrir framan dómara í myndbandinu er til dæmis tekið upp í Kennaraháskólanum. Það var mjög gaman að taka þátt í svona verkefni,“ segir Hanna en hún og Nikita ferðast heimshorna á milli og dansa.

„Það eru eitthvað um þrjátíu utanlandsferðir á næstunni hjá okkur. Við erum að fara í æfingabúðir til Þýskalands og síðan til Ítalíu beint eftir þær þar sem við dönsum í heimsbikarnum. Það er alltaf að bætast einhverjar ferðir við hjá okkur þannig að ég man þetta ekki allt. Svo erum við einnig mikið í Asíu, löng ferðalög til Bangkok meðal annars. Það er alveg nóg að gera hjá okkur, eins og alltaf.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts