Jónína Ben (57) og Gunnar Þorsteinsson (63) gleðjast á síðum Séð og heyrt:

Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson hafa verið hjón í fimm ár og staðið þétt saman á þessum stormasömu árum þeirra saman. Þau fagna brúðkaupsafmælinu í nýjasta Séð og heyrt.

„Í dag bjóðum við hjónin ykkur í 5 ára brúðkaupsafmæli í Séð Og Heyrt Við höfum komið okkur fyrir í fallega húsinu okkar og tökumst á við erfiðleika síðustu ára eins og sannir sigurvegarar gera, full tilhlökkunar og þakklæti fyrir að hafa staðið saman eins og hjónum ber að gera, “ segir Jónína.

„Við erum þakklát ykkur öllum sem hafið stutt okkur þótt fjölmiðlar hafi gengið eins langt og þeir gátu við að sverta mannorð okkar. Þeir sem okkur þekkja vita að við erum ekki ómenni. En hér erum við, ég í gamla brúðarkjólnum sem ég klæddist í þessu húsi Gunnars 21. mars. Börnin okkar 7 voru á staðnum en höfðu ekki grænan grun um að við værum ástfangin. Sum grétu önnur vildu fund með okkur en við héldum okkar striki og presturinn kom. Myndirnar í Séð og Heyrt tala sínu máli, við erum ætluð hvort öðru. “

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og heyrt.

ÁST: Gunnar og Jónína eru hamingjusöm í lífsins ólgusjó.

ÁST: Gunnar og Jónína eru hamingjusöm í lífsins ólgusjó.

Related Posts