Rómantísk athöfn á eyjunni Isle of Wright:

Sherlock Holmes leikarinn Benedikt Cumberbatch og leikkonan Sophie Hunter munu giftast í dag í rómantískri athöfn á eyjunni Isle of Wright. Þau hafa verið par um nokkurt skeið og tilkynntu um trúlofun sína í nóvember s.l. Fyrir mánuði síðan sögðu þau frá því að Hunter bæri fyrsta barn þeirra undir belti.

Cumberbatch sagði fyrir ári síðan en honum lægi ekkert á í hjónaband á næstu árum en það hefur greinilega breytst, Hann hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu enda tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni The Imitation Games. Sophie Hunter hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum Midsumer Murders.

Undirbúningur fyrir brúðkaupið var í fullum gangi í gærdag að því er fram kemur í fréttum breskra fjölmiðla.

Related Posts