Unnur Kristín Óladóttir (28) er verðandi brúður: 

Brúðkaup eru alltaf skemmtileg og tilhlökkun mikil hjá væntanlegum brúðhjónum. Unnur Kristín Óladóttir ætlar að eiga unnusta sinn Þorvald Birgi Arnarson í sumar. En Unnur er eldri systir dansmeyjarinnar Hönnu Rúnar. Unnur Kristín fór fyrir stuttu í borgarferð til London og kom heim með forláta brúðarkjól.

Seinheppnar vinkonur „Unnusti minn gaf mér gjafabréf til að sækja kjólinn og sagði mér að bjóða vinkonu minni með, en hann má auðvitað ekki sjá kjólinn fyrir athöfnina,“ segir Unnur Kristín sem bauð vinkonu sinni, Söndru Hrönn Traustadóttur, með sér. Vinkonurnar flugu út á mánudegi og heim á fimmtudegi og voru næstum búnar að missa af báðum vélunum, toppið það. „Það var bara svo gaman hjá okkur að spjalla í flugstöðinni hér heima að við heyrðum ekki  kallið út í vél og þurftum að hlaupa til að missa ekki af henni,“ segir Unnur Kristín. „Þegar kom að því að fara heim gerðum við ekki ráð fyrir að lestirnar gætu tafist og slíkt og vorum næstum líka búnar að missa af fluginu heim.“

Unnur Kristín var búin að leita að brúðarkjól á Netinu í margar vikur. Í desember síðastliðnum fór hún í fyrsta sinn til London með unnustanum á fótboltaleik. Þá komst unnustinn að því að hönnuðurinn David Tutera, sem er bandarískur, væri með útibú í London. Unnur Kristín fór í mátun í verslunina Mya Sposa, pantaði kjól og fór síðar, eins og áður sagði, hálfu ári seinna til að sækja hann.

„Ég þurfti að mæta tvisvar í mátun þegar ég fór og sótti hann og hann passar fullkomlega,“ segir Unnur. Þær vinkonur gerðu þó meira í London. „Við tókum einn dag í skoðunarferð, sáum Big Ben, London Eye og Buckingham-höll en við eyddum hinum dögunum á Oxford Street,“ segir Unnur Kristín.

Unnur Kristín segir að undirbúningur gangi að öðru leyti mjög vel og að allt þetta stóra sé löngu pantað. „Ég er að fara í kökusmökkun á fimmtudaginn og það er önnur kökusmökkunin,“ segir Unnur Kristín. „Ég ætla bara að gifta mig einu sinni og því ætla ég að hafa þetta allt fullkomið“, segir Unnur Kristín hamingjusöm.

Unnur Kristín brúðarkjóll

HEIMFERÐ: Unnur Kristín mundi eftir að pakka brúðarkjólnum.

 

Unnur Kristín brúðarkjóll

TÖFF VIÐ THAMES: Unnur Kristín er flott verðandi brúður.

 

Unnur Kristín brúðarkjóll

HRINGT HEIM: Sandra Hrönn er falleg bumbulína en hún á von á sínu fyrsta barni í október.

 

Unnur Kristín brúðarkjóll

GÓÐAR VINKONUR: Unnur Kristín og Sandra Hrönn eru góðar vinkonur.

 

TÚRISTAR: Vinkonurnar tóku einn dag í að sjá það helsta í London.

 

Unnur Kristín brúðarkjóll

SKEMMTILEG: Unnur Kristín er hress og brá á leik í neðanjarðarlestinni.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts