Bruce Jenner, fyrrum tugþrautarkappinn og nú raunveruleikastjarna, er í kynleiðréttingarferli. Bruce hefur nú tekið upp nafnið Caitlyn Jenner en kynleiðréttingarferli fylgja óneitanlega ýmsar breytingar.

Bruce gerðist meðlimur í Sherwood Country Club golfklúbbnum fyrir fimmtán árum og hefur leikið golf þar nánast á hverjum degi. Sherwood klúbbhúsið er hins vegar að hluta til skipt upp eftir kynum.

Þannig er veitingastaðurinn aðeins fyrir karlmenn og þar hefur Bruce ásamt félögum sínum alltaf borðað og drukkið.

Nú þegar Bruce er orðinn kona hefur hann ekki lengur aðgang að veitingastaðnum og samkvæmt forsvarsmönnum Sherwood klúbbsins mun það ekki breytast.

 

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

 

 

Related Posts