skoðar heim

Líf Brooke var ekki alltaf dans á rósum

Brooke Sheilds (50) sér ekki eftir neinu:

Leikkonan fagra Brooke Sheilds hefur verið í sviðljósinu frá ellefu mánaða aldri. Móðir hennar var strax staðráðin í að gera dóttur sína að fyrirsætu og leikkonu og ákvað strax að verða umboðsmaður hennar. Brooke Sheilds varð heimsfræg barnastjarna og lék í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta frá árinu 1976 og er enn að. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum þrátt fyrir heimsfægð og mikla athygli.

Veik móðir

Hún sagði frá miklum veikindum móður sinnar í ævisögu sinni sem kom út á síðasta ári. Móðir hennar glímdi við áfengissýki og mikla skapgerðarbresti alla tíð.
Brooke hélt ástandinu á heimilinu leyndu fyrir umheiminum, styrk sinn sótti hún til vina sinna en besti vinur hennar var Michael Jackson. Þau voru alla tíð náin og skildu hvort annað, enda bæði barnastjörnur.

Fæðingarþunglyndi

Brooke glímdi við fæðingaþunglyndi eftir að hún eignaðist seinni dóttur sína. Hún ræddi afleiðingar þunglyndisins opinberlega og gaf út bók þar sem hún fjallaði um ástandið og alvarleika þess. Hún hlaut mikið hrós fyrir hreinskilnina og að hafa vakið athygli á málefninu.

skodar heim

MÆÐGUR Á GÓÐRI STUNDU: Þrátt fyrir mikil veikindi móður hennar þá voru þær mæðgur nánar. Móðir hennar, Teri, lést árið 2012 eftir langvinn og erfið veikindi.

skoðar heim

BESTU VINIR: Þau studdu hvort annað í gegnum lífið. Fjölmiðlar héldu því fram að þau væru par en sannleikurinn var sá að þau voru tvær einmana sálir sem fundu frið fyrir sviðsljósinu hvort hjá öðru. Vinskapurinn entist alla tíð.

skoðar heim

FYRIRSÆTAN OG LEIKKONAN: Brooke Sheilds var fyrirmynd margra ungra kvenna þegar hún var sem vinsælust. Fallegar og þéttar augnabrúnir einkenna útlit hennar ásamt miklu og síðu hári.

BEVERLY HILLS, CA - JUNE 19:  Actress Brooke Shields attends the cast of 'Hot Flashes' and The American Cancer Society celebrate 'Blow Out Cancer' event at Montage Beverly Hills on June 19, 2012 in Beverly Hills, California.  (Photo by Imeh Akpanudosen/Getty Images)

STÓRGLÆSILEG Á BESTA ALDRI: Brooke Sheilds hefur verið í sviðsljósinu frá því að hún var ungabarn.

 

Related Posts