Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir (31) og Aldís Mjöll Helgadóttir (25) boxa:

Það eru ekki bara sveittir vöðvastæltir karlar með glóðarauga sem boxa. Box er líka fyrir konur. Í Hnefaleikamiðstöðinni er hópur kvenna sem æfir fitnessbox og hreinlega elskar það.

Búmm „Þetta er geggjað, er bæði brennsla og styrktarþjálfun. Það felst heilmikil sjálfsstyrking í þessu,

konur í boxi-og fitness boxi, hreyfing, Hnefaleikastöðin

BAMM, BAMM: Hér er lamið af öllum mætti.

mér finnst ég sterkari að innan. Það er ekkert sem ógnar mér lengur,“ segir Guðbjörg Elísa sem hefur stundað fitnessbox með hléum í þrjú ár.

Allir ættu að geta ráðið við fitnessboxið, æfingarnar eru ekki mjög tæknilegar, eins og í keppnisboxi, og miða að því að efla styrk og þol.

„Við erum ekki í þessu til að lemja fólk úti á götu, þetta er íþrótt og fyrst og fremst frábær þjálfun. Ég finn mikinn mun á sjálfstraustinu eftir að ég fór að æfa fitnessbox. Ég veit hvað ég get líkamlega en mér finnst ekki síður mikilvægt hvað ég hef styrkt andlegu hliðina. Ég mæli heilshugar með því að konur æfi fitnessbox og ég myndi senda dætur mínar í boxið ef þær hefðu aldur til,“ segir Guðbjörg Elísa og undir það tekur stalla hennar Aldís Mjöll Helgadóttir. „Ég var í fótbolta í mörg ár og hef því grunnstyrk. Mér finnst þetta hrikalega skemmtilegt og hvet bara alla til að koma og prófa.“

konur í boxi-og fitness boxi, hreyfing, Hnefaleikastöðin

HRAÐI, STYRKUR OG SPENNA: Þessar stelpur eru sko kraftmiklar og öruggar með sig.

Séð og Heyrt – ekki bara í boltanum!

Related Posts