Jafet Ólafsson (64) kominn í jólaskap:

Aðalskoðun hélt sinn árlega Aðventumorgun í Hjallahrauni 4. Þangað mættu helstu stórlaxar bílageirans og drukku í sig jólastemninguna og nóg af jólaöli.

GÓÐIR: Einar og Jafet Ólafsson skemmtu sér vel og drukku jólastemninguna í sig.

GÓÐIR: Einar og Jafet Ólafsson skemmtu sér vel og drukku jólastemninguna í sig.

230 manns „Þetta var í 21. skipti sem við höldum Aðventumorguninn. Nágrannar af stórhafnarfjarðarsvæðinu, eins og þeir kalla þetta, og viðskiptavinir Aðalskoðunar mæta . Það voru um 230 manns sem mættu í þetta skiptið og allt heppnaðist mjög vel,“ segir Jafet sem haslaði sér völl í bílaskoðun eftir að hafa rekið Verðbréfastofuna og verið sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 á árum áður.

„Þetta eru mest iðnaðarmenn úr faginu, bílageiranum, og svo stórir viðskiptavinir Aðalskoðunar. Þarna mæta menn sem eru búnir að vera viðskiptavinir í tugi ára og fá jólastemninguna beint í æð. Helgi Björnsson  kom þarna meðal annars og hélt uppi stuðinu með nokkrum lögum ásamt harmonikuleikara. Þessir Aðventumorgnar koma manni í jólastemninguna og eru algjört lykilatriði í jólaundirbúningnum.

ALVÖRUMAÐUR: Þórður Marteinsson þenur nikkuna listilega vel.

ALVÖRUMAÐUR: Þórður Marteinsson þenur nikkuna listilega vel.

Það var alveg frábær stemning þarna og mjög góð þátttaka. Við lumum á ýmsum tækjum í Aðalskoðun sem komu að góðum notum. Til að mynda nýttum við tvær bílalyftur mjög vel. Þeim var einfaldlega breytt í veisluborð. Lyftum þeim upp, settum dúk yfir og úr urðu þessu frábæru veisluborð,“ segir Jafet í glitrandi jólaskapi.

Sjáðu allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

 

Related Posts