Hallgerður Hallgrímsdóttir (31) er áhugasöm um íslenskar klisjur:

Hallgerður Hallgrímsdóttir og Sarah Gerats hafa aldrei hist en sýna verkin sín saman í Gallerí Ramskram við Njálsgötu.

ÿØÿà

NÝTT GALLERÍ Bára Kristinsdóttir, eigandi Gallerí Ramskram, bauð opnunargesti velkomna ásamt listakonunni. Hallgerður er ekki bara listamaður hún hefur líka verið stílisti, er elsta barn Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Röndótti kjóllinn vakti ekki minni athygli en listaverkin.

Sarah er búsett á Svalbarða og hún var ekki viðstödd opnun sýningar sinnar og Hallgerðar. „Mér finnst soldið skemmtilegt að við höfum aldrei hist en ég þekki verk Söru af Netinu,“ segir Hallgerður. „Ég er safnari og þetta er samansafn af efni sem ég hef sankað að mér úr ýmsum áttum,“ bætir hún við en á sýningunni má sjá þrjár ljósmyndir og vídeóverk eftir hana.

Bára Kristinsdóttir ljósmyndari opnaði nýverið galleríið í húsnæði þar sem áður var vídeóleiga og sýning Hallgerðar og Söru er opnunarsýning gallerísins.

Skoða má vídeóverk Hallgerðar frá götunni en í því gefur m.a. að líta myndbrot af reyk og gufu úr íslensku landslagi, spólandi bílum og skipum á siglingu í fárviðri. Hallgerður segist áhugasöm um íslenskar klisjur en reykur, eldur vatn og gufa hafa verið samofin sögu og menningu þjóðarinnar frá landnámi.

hallgerður

FLOTT STEMMNING: Gallerí Ramskram er með stórum og flottum gluggum og stemningin var flott á opnuninni.

Lesið Séð og Heyrt daglega!

Related Posts