Sverrir Einar Eriríksson (44) með geggjaða hugmynd í Grímsnesi:

Sverrir Einar hefur oft verið nefndur Gullkóngurinn í Kringlunni þar sem hann er með aðstöðu og kaupir gull af öllum sem selja vilja. Nú hefur hann fundið annan gullmola; Þrastalund við Sogið í Grímsnesi og þeim gamla áningarstað ferðamanna ætlar hann að breytaí lúxushótel.

 

þrastalundur

ÁÐUR FYRR: Svona muna margir eftir Þrastalundi en nú er öldin önnur.

Flott framtíðarsýn “Við erum stórhuga og ætlum að vera þeta vel,” segir Sverrir Einar sem hefur látið teikna upp staðinn þar sem gert er ráð fyrir tveimur hótelálmum út frá núverandi byggingu og tvo önnur frístandandi hús í kjarrinu bakatil sem verða einnig hótel.

“Við ætlum að breyta húsinu sem fyrir er nokkuð, stækka það svo rúmt verði um glæsilegan veitingastað, kaffihús með ísbúð og svo verslun sem vantað hefur þarna og fá þá 10-11 eða Samkaup til samstarfs um rekstur hennar,” segir Sverrir Einar en í Grímsnesi er ein stærsta sumarhúsabyggð á landinu og góður grundvöllur fyrir verslun sem reyndar var alltaf á staðnum á árum áður.

þrastalundur

FRAMTÍÐARSÝN: Svona lítur tölvumynd út af Þrastalundi þegar hótelalmurnar hafa verið byggðar við og þarna á bak við rísa einnig tvö önnur hótelhús.

Það var Ungmennafélag Íslands sem byggði og rak Þrastalund um áratugaskeið en seldi síðan fyrir nokkrum árum og nú hafa Sverrir Einar og félagar keypt og ætla að ráðast í framkvæmdir fyrr en seinna.

“Þetta er paradís á jörðu, náttúrufegurðin svo mikil og tjaldstæði og allt hvað eina. Og nú kemur líka hótel og verslun,” segir Sverrir Einar sem hefur látið arkitektatofu teikna upp öll herlegheitin og allt lofar þetta góðu.

Fréttirnar eru í Séð og Heyrt!

Related Posts