Geir Njarðarson (29) farðar með stæl:

Það er með ólíkindum hvað hægt er að gera með einum pensli. Förðunarfræðingar sem hafa sérhæft sig í gervum geta breytt fólki í furðulegustu skepnur og hannað sár og fleira þannig að augað nemur ekki muninn á því sem raunverulegt er og því sem er handgert. Geir Njarðarson ákvað að fylgja kærustunni sinni á námskeið í förðunarskólanum MUD og fann þar rétta hillu fyrir hæfileika sína.

„Horror“ „Við Neníta, kærastan mín, fórum saman í námið, hún var búin að skrá sig fyrir löngu en ég

16. tbl. 2016, Geir, make up kvikmyndaförðun, MUD make up school, sci fi gervi, SH1605042431

MJÖG RAUNVERULEGT: „Hún rann til og datt á rauðvínsglasið sem hún var með í höndunum,“ það er greinilega hægt að sviðsetja hvað sem er.

ákvað það á föstudegi og var byrjaður á mánudegi,“ segir Geir Njarðarson sem umbreytir fólki með penslana að vopni.

Geir er rétt tæplega þrítugur Sunnlendingur sem hefur óbilandi áhuga á vísindaskáldskap. Það má því segja að áhuginn hafi alltaf fylgt honum.

„Ég hef alltaf elskað kvikmyndir og heillast af gervum og brellum í kvikmyndum. Að sjá skrímsli, geimverur og hrikaleg blóðatriði hefur alltaf heillað mig. Og svo er þetta fjölbreyttasta greinin innan förðunarinnar. Áhuginn kemur fyrst og fremst úr kvikmyndum. Mér er það minnistæðast þegar að ég sá Planet of the Apes og Cantina-atriðið úr Star Wars frá 1977, hvort tveggja algjör klassík.“
Farðaði í íslenskri hryllingskvikmynd

„Ég fékk mjög spennandi verkefni við að farða í íslenskri hryllingsmynd sem heitir Rökkur og er í leikstjórn Erlings Óttars en myndin verður frumsýnd eftir áramót. Við Neníta, kærastan mín, ætlum í Special Effects-nám hjá MUD í júní en þá munum við læra af algjörri listakonu sem er að koma að utan. Ég hef virkilega gaman af þessu en er ekki viss um að ég geti lifað af þessu einu saman en það er klárlega draumurinn,“ segir Geir sem stefnir ótrauður fram förðunarveginn.

16. tbl. 2016, Geir, make up kvikmyndaförðun, MUD make up school, sci fi gervi, SH1605042431

FRAMKALLAR HRYLLING MEÐ PENSLUM: Geir Njarðarson fékk þá skyndihugdettu að elta kærustuna í förðunarnám og fann þar farveg fyrir áhuga sinn á kvikmyndagervum.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

 

Related Posts