Redouane Adam Anbari (50) galdrar í Breiðholti:

Efst í Breiðholtinu er pítsustaðurinn Adams Pizza. Þangað er stöðugur straumur svangra viðskiptavina sem koma víða að til að næla sér í sjóðheitar flatbökur. En það er ekki það eina sem viðskiptavinir sækjast eftir. Heyrst hefur að mjólkandi mæður séu sólgnar í hvítlauksbrauðið því það hefur mjólkurörvandi áhrif. Adam Anbari stendur vaktina á hverjum degi og tekur á móti viðskiptavinum sínum með bros á vör.

VERIÐ VELKOMIN: Adam stendur vaktina alla daga og galdrar fram dýrindis pítsur. Sjálfur borðar hann allt ofan á pítsur.

VERIÐ VELKOMIN: Adam stendur vaktina alla daga og galdrar fram dýrindis pítsur. Sjálfur borðar hann allt ofan á pítsur.

Pítsa, pítsa „Það er þrennt sem skiptir máli í svona rekstri: góð þjónusta, hreinn staður og fyrsta flokks hráefni,“  segir Adam sem rekur pítsustaðinn Adams Pizza í Breiðholtinu ásamt félaga sínum.

Adam kom til Íslands frá Marokkó árið 1991 og vann ýmis störf en lengst sem vaktstjóri og pítsubakari á Hróa hetti. Adam er fjölskyldumaður, á þrjú börn sem öllum vegnar vel og aðstoða þau föður sinn við reksturinn þegar svo stendur á.

„Ég er alltaf í vinnunni og stend vaktina sjálfur. Hér er opið frá ellefu til ellefu nema í desember þá verð ég með opið til miðnættis. Við félagi minn opnuðum staðinn á síðasta ári og það hefur verið allt vitlaust að gera síðan. Staðsetningin er frábær, það er matvöruverslun hér við hliðina og báðir aðilar njóta góðs af því, næg bílastæði og einfalt að komast hingað.“

GALDRABRAUÐ: Hvítlauksbrauðið hans Adams hefur slegið í gegn hjá mæðrum með börn á brjósti. Þær segja að brauðið auki flæði mjólkurinnar.

GALDRABRAUÐ: Hvítlauksbrauðið hans Adams hefur slegið í gegn hjá mæðrum með börn á brjósti. Þær segja að brauðið auki flæði mjólkurinnar.

Bunandi brjóstamjólk

Sú saga flýgur á milli kvenna í Breiðholtinu að hvítlauksbrauðið auki mjólkurframleiðslu og því liggur beinast við að spyrja hvað satt sé í því.

„Jú, jú, þetta er rétt, þegar konan mín var með yngsta barnið okkar á brjósti þá borðaði hún heilmikið af hvítlauksbrauði og það flæddi bókstaflega út um allt. Brauðið er heitt og gott og ég nota ekta hvítlauk. Hvort það sé brauðið eða hvítlaukurinn sem virkar veit ég ekki en ég veit að þetta virkar.“

Adam leggur áherslu á gott hráefni og gerir allt sjálfur. Brauðið er hnoðað á staðnum og hvítlauksolían er blönduð eftir kúnstarinnar reglum og í hana fer mikið magn af söxuðum hvítlauk.

„Hráefnið skiptir mestu máli, ég er með speltbrauð fyrir þá sem það vilja, ferskt grænmeti og fyrsta flokks ólífur. Ég er frá Marokkó og matarhefðin þar er einstök og ég vandist því að borða ferskt grænmeti og góðan mat og vil bjóða upp á slíkt á mínum stað.“

GLEÐI OG GAMAN: Adam er á þönum allan daginn og gengur í öll verk.

GLEÐI OG GAMAN: Adam er á þönum allan daginn og gengur í öll verk.

 

Leggur hart að sér

Adam var staðráðinn í því að láta vel takast til og ætlar sér stóra hluti á pítsumarkaðinum. Hann renndi þó ekki blint í sjóinn því að hann sótti námskeið hjá Nýsköpunarmiðstöð í rekstri smáfyrirtækja.

„Ég vildi vita hvernig ætti að stilla upp áætlun og vil vanda mig við reksturinn. Það borgar sig. Það er margt sem getur farið úrskeiðis. Ég vil vanda mig, ég kenni börnunum mínum það. Þau vita að árangur næst ekki nema maður leggi hart að sér og það er mitt mottó,“ segir Adam sem veit hvað hann syngur.

 

TÓK PRÓF: Adam skellti sér á námskeið hjá Nýsköpunarmiðstöð og lærði galdurinn á bak við stofnun og rekstur smáfyrirtækja.

TÓK PRÓF: Adam skellti sér á námskeið hjá Nýsköpunarmiðstöð og lærði galdurinn á bak við stofnun og rekstur smáfyrirtækja.

 

STOLTUR: Adam er stoltur af rekstrinum og hlakkar til að létta undir með svöngum Íslendingum í jólaösinni, en hann verður með opið til miðnættis allan desember.

STOLTUR: Adam er stoltur af rekstrinum og hlakkar til að létta undir með svöngum Íslendingum í jólaösinni, en hann verður með opið til miðnættis allan desember.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts