Valur Alexandersson (28) er mikill aðdáandi Séð og Heyrt:

 

Valur Alexandersson er einn af áskrifendum Séð og Heyrt og bíður alltaf spenntur á fimmtudagsmorgnum þegar að blaðið kemur inn um lúguna heima hjá honum.

SKEMMTILEGT: „Mér finnst rosalega gaman að skoða myndir og þá sérstaklega af þekktu íslensku fólki.“

HRESS: „Mér finnst rosalega gaman að skoða myndir og þá sérstaklega af þekktu íslensku fólki.“

Gerir lífið skemmtilegra „Það eru sjö ár síðan ég byrjaði að vera áskrifandi,“ segir Valur sem er án efa einn af mestu aðdáendum Séð og Heyrt. „Ég byrjaði að vera áskrifandi af því að ég sá hvað konurnar í vinnunni höfðu mikinn áhuga á þessu blaði. Þær fylgdust mest með tískunni, hverjir voru að skilja og byrja að vera saman og fleira í þeim dúr. Ég er hins vegar ekki mikið í því. Ég hef mest gaman af bröndurunum og les þá mikið upp fyrir fólkið í vinnunni,“ segir Valur.

Frábærir fimmtudagar

Valur vinnur að Ási og er umkringdur fallegum konur þar alla daga. Alla fimmtudaga kemur hann með blaðið í vinnuna, samstarfskonunum til mikillar gleði. „Ég kem með blaðið í vinnuna á fimmtudögum og þá eru konurnar himinlifandi og spenntar að fá að glugga í blaðið,“ segir Valur brosandi.

Valur skoðar mikið blaðið og þá aðallega myndir af leikurum og hljómsveitum. „Mér finnst rosalega gaman að skoða myndir og þá sérstaklega af þekktu íslensku fólki. Það er samt toppurinn þegar vinir mínir koma í blaðinu sem hefur gerst þegar það hafa komið myndir af ballinu á Reykjadal.“

Tryggði sér miða

Valur á mörg áhugamál fyrir utan að lesa Séð og Heyrt og spilar tónlist þar stórt hlutverk.  „Ég hef mjög gaman af gamalli tónlist eins og Raggi Bjarna og Bjöggi Halldórs flytja, ég er ekki mikið fyrir þessa nýju tónlist eins og rappið. Ég er búin að kaupa mér miða á afmælistónleikana hjá Ragga Bjarna og er spenntur að fara. Mamma er í Selkórnum og hún hefur verið í kórnum síðan ég man eftir mér og hef ég mætt á alla tónleikana. Síðan mæti ég í menninguna á laugardögum í Hörpuna, á Tónsprotann. Það er hrikalega gaman að fara þangað því þar fær maður tækifæri til að kynnast flottri sinfóníutónlist á klukkutíma löngum tónleikum,“ segir Valur sem er klárlega einn af okkar uppáhaldsáskrifendum.

Related Posts