,,Hvernig vissi pabbi þinn að við stálumst á bílnum hans í gærkvöldi?”

,,manstu eftir stóra, feita og sköllótta karlinum sem við vorum næstum því búinn að keyra yfir ?”

,,Já, hvort ég man”

,, það var pabbi”

 

Ungur maður kemur inn í apótek til að kaupa smokka. Lyfsalinn segir að hægt sé að fá þrjá, níu eða tólf smokka í pakka og spyr manninn hvað hann hefur í huga.

„Jaaaa,“ byrjar ungi maðurinn. „Fyrir nokkru kynntist ég fallegri stelpu og ég er alveg æstur í hana. Ég ætla að fá smokka, vegna þess að í kvöld er KVÖLDIÐ. Ég hitti foreldra hennar í fyrsta skipti, við ætlum að borða kvöldmat saman, svo ætlum við tvö út á lífið. Þegar ég hef heillað hana einu sinni, þá vill hún mig örugglega. Ég held að ég kaupi tólf í pakka.“ Ungi maðurinn lýkur viðskiptunum og fer út.

Um kvöldið þegar kvöldmaturinn er byrjaður, þá spyr maðurinn hvort að hann megi ekki biðja borðbænina og þau samþykkja það öll. Hann lýtur höfði, biður bænina, en heldur svo áfram að biðja í hljóði.

Stúlkan hans snýr sér að honum og hvíslar: „Þú sagðir mér ekki að þú værir svona trúaður.“

Hann hvíslar á móti: „Þú sagðir mér ekki að pabbi þinn væri apótekari.“

 

Það var einu sinni hafnfirðingur sem fór í kynlífsbindindi og eftir 2 daga féll hann fyrir eigin hendi.

 

Flutningabílsstjóri nokkur var vanur að skemmta sér með því að keyra á lögfræðinga sem hann sá á göngu meðfram veginum. Dag nokkurn sá hann hins vegar prest á veginum, sem var að húkka far. Bílsstjórinn okkar stoppar, ákveður að gefa prestinum far og finnst að hann sé með þessu að gera stórt góðverk. Hann spyr prestinn: „Á hvaða leið ert þú, faðir?“

„Ég er á leiðinni í kirkjuna, sem er tíu kílómetra héðan.“

„Ekkert mál, séra minn. Ég skal skutla þér þangað. Komdu inn.“

Presturinn stekkur upp í og þeir aka af stað.

Skyndilega sér bílstjórinn lögfræðing á gangi og býr sig undir að keyra á hann. En þá man hann að hann er með prest í bílnum, þannig að hann hættir við. En allt í einu heyrist KRASSS fyrir utan bílinn. Bílstjórinn verður órólegur og lítur í speglana. Þegar hann sér ekkert snýr hann sér að prestinum og segir: „Fyrirgefðu, séra minn. Ég var næstum því búinn að keyra á þennan lögfræðing.“

„Allt í lagi,“ segir presturinn. „Ég náði honum með hurðinni!“

Related Posts