Þrír menn, Breti, Frakki og Wales-búi, eru í spássitúr á strönd einn daginn þegar þeir taka eftir gylltum lampa. Einn af mönnunum dregur lampann upp úr sandinum og birtist þá klassískur töfraandi. – Ég mun veita hverjum og einum ykkar eina ósk, segir töfraandinn. Wales-búinn segir: – Ja, ég er bóndi, faðir minn var bóndi og sonur minn mun að öllum líkindum verða það líka. Ég óska þess að landareignin mín verði ávallt frjósöm. Andinn smellir fingrum og samstundis verður ósk bóndans að veruleika. Andinn snýr sér svo að Frakkanum sem segir: – Ég vil helst láta reisa risastóran vegg í kringum Frakkland til að koma í veg fyrir að Bretar stelist inn í fallega landið mitt sem ég elska af öllu hjarta. – Ekki málið, segir andinn. Þá snýr andinn sér loksins að Bretanum. – Ég er forvitinn, segir Bretinn, – segðu mér aðeins frá þessum vegg sem þú varst að reisa.Andinn segir: – Sko, hann er um það bil fimmtíu metra hár og tuttugu metra þykkur sýnist mér. Ekkert kemst inn eða út. En hver er óskin þín? Bretinn svarar skjótt: – Fylltu svæðið með vatni.

 

Halldór og Gummi eru í golfi þegar Gummi dregur fram nýjan golfbolta. – Þetta er ótrúlegur bolti, segir Gummi. – Hvað er svona óvenjulegt við hann? spyr Halldór. – Þú getur ekki týnt honum! Ef þú týnir honum í skógi pípir hann, ef þú skýtur honum í vatn flýtur hann upp. Viktor var nokkuð ánægður með þetta og spyr hvar Gummi hafi fengið hann. – Ég fann hann, segir Gummi þá.

 

Húsmóðirin gagnrýndi ungu vinnukonuna daginn út og daginn inn. Að lokum var vinnukonunni nóg boðið:

-Hvað sem segja má er eitt víst að ég er með fallegri fætur en þú?

-Og hver segir það?

-Maðurinn þinn. Og auk þess er ég betri en þú í rúminu!

-Sagði maðurinn minn það líka?

-Nei, það er álit nágrannans.

 

Tveir vinir voru að ræða saman:

–Ég heyrði að þú hefðir stofnað hljómsveit?

– Það er rétt. Þetta er kvartett.

–Hvað eru margir í kvartett?

–Þrír.

–Þrír?

–Já, ég og bróðir minn.

–Áttu bróður?

–Nei, af hverju spyrðu?

Related Posts