Hvernig þekkir maður Hafnfirðing á hanaslag?

Hann kemur með önd undir hendinni.

Og hvernig veit maður að það er Keflvíkingur á staðnum?

Hann veðjar á öndina.

Og hvernig veit maður að mafían er á hanaslagnum?

Öndin vinnur.

 

Tveir piparsveinar sátu á spjalli einn daginn. Samræður þeirra fóru úr pólitík yfir í eldamennsku. „Ég fékk eitt sinn matreiðslubók,“ sagði annar þeirra, „en ég gat aldrei gert neitt úr henni.“

„Var það of mikil vinna?“ spurði hinn.

„Já, einmitt. Allar uppskriftirnar byrjuðu á setningunni: Takið hreinan disk.“

 

– Af hverju er gat á typpinu á körlum?

– Svo þeir fái eitthvert súrefni í heilann!

 

Stór og stæðilegur maður heimsótti heimili prests síns og spurði eftir prestsfrúnni.

– Frú, sagði hann með grátstafina í kverkunum. – Mig langar að beina athygli þinni að hræðilegum örlögum fátækrar fjölskyldu í hverfinu. Faðirinn er dáinn, móðirin er of veik til að vinna og börnin hennar níu eru að deyja úr hungri. Það á að fara að henda þeim út á götuna nema einhver borgi leiguna þeirra sem er níutíu þúsund krónur.

– En hræðilegt, sagði prestsfrúin. – Má ég spyrja hver þú ert?

Samúðarfulli gesturinn þurrkaði vangann með vasaklútnum og sagði grátandi: – Ég er leigusalinn þeirra.

Brynjólfur var í hálfgerðum vandræðum með kynlífið. Hann fór til sérfræðings út af þessu. Sérfræðingurinn gerði tvö próf á honum og sagði Brynjólfi síðan að hann hefði ofreynt litla manninn í gegnum tíðina. – Þér á bara eftir að standa þrjátíu sinnum! útskýrði sérfræðingurinn fyrir Brynjólfi. Aumingja Brynjólfur gekk í öngum sínum heim. Konan hans beið eftir honum heima og hann sagði henni hvað læknirinn hefði sagt. – Ó, nei, bara þrjátíu sinnum, sagði hún. – Við megum ekki missa eitt einasta skipti. Búum til plan.

– Ég er þegar búinn að búa til plan, sagði Brynjólfur, – og nafnið þitt er ekki á því.

Related Posts