Hugmyndasmiðnum, auglýsingaséníinu og Twitter-goðsögninni Braga Valdimar Skúlasyni er margt til lista lagt. Hann er aðaltextahöfundur hljómsveitarinnar Baggalúts og eru fáir hér á landi sem gera íslenska tungu jafnáhugaverða. Hann svarar spurningum vikunnar.

 

DONALD TRUMP ER …?

Það sem rímar við Trump.

23. tbl. 2015, bækur, Bragi Valdimar Skúlason, lesandinn, VI1506042873, vikan 23. tbl. 2015, bækur, Bragi Valdimar Skúlason, lesandinn, VI1506042873, vikan

FYNDINN: Bragi Valdimar svarar spurnignum vikunnar og svörin eru stórkostleg.

 

HVAÐA TEGUND AF TANNKREMI NOTARÐU?

Vonandi endist mér ævin til að prófa allar Colgate-tegundirnar.

 

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN?

Var þetta ekki bara góður fílingur? Strákarnir saman úti að borða. Aðeins of mikið vín. Misskilningur. Endaði óheppilega. Annars dæmigert lærisveinadjamm.

 

BRENNDUR EÐA GRAFINN?

Steyptur.

Lesið öll svör Braga í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts