Ragnar Stefánsson (53) og Enes Cogic (46) opna Yougo í Kópavogi. Fullt var út úr dyrum þegar veitingamennirnir á Yougo í Núpalind fögnuðu opnun fyrsta bosníska veitingastaðarins á Íslandi, Yougo í Núpalind 1 í Kópavogi. Balkneski skyndibitinn cevapi á eftir að veita íslenskum pylsum og hamborgurum harða samkeppni.

„Þetta er bæði hollt og gott og það er heila málið,“ segja Ragnar og Enes einum rómi og gæða sér á cevapi sem er sérbakað brauð, fyllt með kjötblöndu og öllu síðan dýft í bragðgóðar sósur.

„Brauðið er bakað á hverjum degi, alltaf nýtt og það er þess eðlis að þú belgist ekki upp af því,“ segir Enes sem lengi hefur átt sér þann draum að opna cevapi-stað á Íslandi. Staðir sem þessi hafa slegið í gegn í öllum helstu borgum heims og nú er komið að Íslandi.

Enes er Bosníumaður sem búsettur hefur verið hér á landi um áratugaskeið, lék knattspyrnu með Fylki á sínum yngri árum og hefði komist í landsliðið hefði hann þá haft ríkisborgararétt – en ríkisborgararétturinn kom síðar, eftir að ferlinum lauk. Ragnar er hins vegar þekktur viðskiptamaður og þegar leiðir þeirra Enesar lágu saman varð útkoman þessi: bosnískur skyndibitastaður – hollur og góður.

Bosnía2

SÆTAR SAMAN: Magnea, Bára, Guðrún og Hera Rún nutu sín vel á staðnum

Bosnía3

GAMAN SAMAN: Vigdís, Þórunn og Heimir Jón skemmtu sér vel

Bosnía4

ÁSTFANGIN: Kristín og Magnús Árni Skúlason hafa ruglað saman reytum en Kristín hefur nýverið tekið við forstöðu Gerðarsafns í Kópavogi

Bosnía5

MARKMENN: Tveir þekktir markmenn frá Bosníu, Cardaklija eldri og yngri og á milli þeirra stendur Enisa, eiginkona þess eldra og móðir þess yngra – og systir annars eigandans.

Bosnía6

STRÁKARNIR: Bjarni, Ísak og Elmar Kári tóku vel til matar síns

Bosnía7

BÆNDUR: Aðalsteinn Þorgeirsson og Margrét Jónsdóttir eru bændur á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og gerðu sér ferð til borgarinnar til að smakka cevapi

Related Posts