Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur boðað skólastjóra borgarinnar á fund í dag til að fara yfir stóra pizzumálið sem snýst um ellefu ára gamla stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum.

Stúlkan heitir Maria Joao Arantes dos Santos var neitað um að taka þátt í pítsuveislunni þar sem hún fer alla jafna með nesti í skólann en þar sem pizzuveisla er aðeins einu sinni á ári, á öskudegi, ætlaði hún að fá að kaupa sér sneið fyrir 500 krónur.

Vegna þessa fauk verulega í borgarstjóra sem nú ætlar að fara yfir málið með skólastjórum sínum.

Related Posts