Jórmundur Kristinsson (25) og Arnar Már Þorsteinsson (36) þurfa að ákveða stóra daginn:

Farþegaskipið Titanic og örlög þess, en skipið fórst með 1.500 farþega innanborðs í jómfrúarferð sinni 15. apríl 1912, hefur verið tilefni fjölda bóka, kvikmynda og sjónvarpsþátta, enda er um að ræða eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma. Jórmundur, eða Jóri eins og hann er alltaf kallaður, er sennilega mesti aðdáandi Titanic á Íslandi og þó víðar væri leitað. Nýlega fór hann ásamt unnusta sínum, Arnari Má, í helgarferð á slóðir Titanic í Belfast á Írlandi og væntanlega mun sú ferð ekki draga úr áhuga Jóra á Titanic þar sem þeir trúlofuðu sig þar 29. maí, á 25 ára afmæli Jóra. Því liggur fyrir að finna hinn fullkomna dag fyrir brúðkaup, en fyrst þurfa þeir að pakka búslóðinni og flytja heim til foreldra Jóra.

No. 1 fan „Þetta byrjaði þegar myndin kom fyrst út en þá var ég 7 ára,“ segir Jóri, aðspurður um þennan gríðarlega áhuga sem hann hefur á Titanic. „Pabbi og mamma fóru á hana í bíó og komu svo heim og sögðu mér frá henni. Ég var auðvitað of ungur til að fara á hana í bíó.“ Stuttu seinna var myndin gefin út á VHS og Jóri var með þeim fyrstu til að leigja hana. „Um leið og ég byrjaði að horfa á hana þá bara klikkaði eitthvað,“ segir Jóri sem heillaðist gjörsamlega af myndinni og segist hann stundum hafa horft á hana allt að þrisvar sinnum á dag. „Og hún er þrír klukkutímar!“

13411865_10153999264954584_8310857698000131060_o

NÁMSBÓKIN: „Sögubókarfærsla sem ég skrifaði 7 ára í öðrum bekk þegar Titanic-geðveikin byrjaði.“

Minjagripir
„Pabbi og mamma fóru síðan að koma með eitt og annað handa mér tengt Titanic þegar þau voru að koma heim frá útlöndum,“ segir Jóri. Safn minjagripa tengt Titanic í eigu Jóra hefur stækkað og stækkað með árunum og líklega gæti hann stofnað lítið safn sjálfur og boðið ferðamönnum og Íslendingum í heimsókn. „Þetta er eiginlega eina sem ég er með, það sem ég keypti úti núna,“ segir Jóri á meðan hann safnar gripum á eldhúsborðið heima hjá þeim Arnari. Restin er í kössum, enda eru þeir að flytja fljótlega.

Jóri er fæddur og uppalinn í Grindavík og vinnur sem nuddari í Bláa lóninu en Arnar Már vinnur í málningardeild Húsasmiðjunnar. Þeir hafa verið saman í rúm 2 ár og kynni þeirra tengjast líka Titanic þar sem þeir kynntust 15. apríl 2014. Þeir eru yfir sig ástfangnir og Jóri hefur náð að sannfæra Arnar Má um að flytja til Grindavíkur í kjallaraíbúð hjá foreldrum Jóra.

13247843_10153999275404584_1690408324727411956_o

SAFNIÐ: Hér má sjá hluta af öllum þeim minjagripum Jóra sem eru tengdir Titanic.

13458590_10153999275429584_407653853370019364_o 13433330_10153999275744584_3110276451622036190_o 13415436_10153999265949584_8583381802613920307_o 13392275_10153999276059584_5064803098147144192_o
Unnustinn þolinmóður
Arnar Már er ekki sami dellukallinn þegar kemur að Titanic, þó að hann brosi góðlátlega að áhuga og ástríðu Jóra á áhugamáli sínu: „Vertu bara einn þarna í geðveikinni,“ segir hann hlæjandi þegar ljósmyndarinn biður Jóra um að stilla sér upp við pússluspilið sem hann er búinn að innramma. „Ég safna frekar bókum,“ segir Arnar Már. Báðir segja að þeir hafi þurft að bíta aðeins á jaxlinn og fækka hlutum í búslóðinni, enda leyfir tilvonandi kjallaraíbúð ekki endalaust magn af dóti.

13475007_10153999265429584_6268633714761567497_o

FYRSTU KYNNI: Kynntust á 102 ára afmæli Titanic.

13412197_10153999265344584_35291305089852419_o

BELFAST-SAFNIÐ: Aðdáandi númer eitt spenntur að kynna sér safnið.

13482904_10153999265524584_335222089590776075_o

ÁSTFANGNIR Í ÚTLÖNDUM. Það er frábært þegar sá sem maður elskar sýnir áhugamáli manns skilning.

13483255_10153999275009584_5901790462598038640_o (1)

„JÁ“: Arnar Már bauð Jóra út að borða hér og spurningin var borin upp undir þessari veglegu og flottu ljósakrónu.

13458538_10153999264809584_4538606059329378116_o

Titanic tattoo
Jóri safnar ekki bara minjagripum tengdum Titanic, hann er einnig búinn að merkja sig áhugamálinu, varanlega, með húðflúri á brjóstinu sem hann er alveg óhræddur við að sýna hverjum sem vera vill. „Ég og Ingunn, vinkona mín, ætluðum að fara út á 100 ára afmæli Titanic árið 2012, vorum búin að borga staðfestingargjald og allt,“ segir Jóri. Ekkert varð þó af ferðinni enda bæði í menntaskóla og fjárhagurinn leyfði því ekki alveg ferð upp á rúma milljón á mann. Jóri fékk sér því húðflúr í staðinn. „Ég var svo búinn að panta mér tíma í „sleeve“ núna og taka mér mánuð í sumarfrí þar sem hlúðflúrið má ekki blotna og ég get því ekki verið í vinnunni meðan það er að jafna sig, en flúrarinn treysti sér ekki í verkið. Þannig að við erum bara báðir í sumarfríi núna að „chilla“,“ segir Jóri. Arnar Már segir að sumarfríið verði örugglega vel nýtt í að aðstoða tengdó við að flytja og græja nýja húsið og íbúðina handa þeim.

13415634_10153999275159584_7928687547738600113_o

HÚÐFLÚRIÐ: Flúrið vekur jafnan mikla athygli.

13416885_10153999275289584_2426759933936653122_o

SPRELLA SAMAN: Strákarnir eru sætir og sælir saman.

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts