Öllum tónleikum frestað fram í maí:

Bono hinn 54 ára gamli söngvari hljómsveitarinnar U2 mun ekki lengur grípa í gítarinn á tónleikum sveitarinnar í fyrirsjáanlegri framtíð. Hann lenti í árekstri á reiðhjóli sínu á Manhattan í New York fyrr í vetur og þurfti í fimm tíma langa aðgerð á spítala. Hann er nú með 18 títanskrúfur í öðrum olboganum.

Í yfirlýsingu sem Bono hefur sett inn á heimasíðu U2 segir m.a. að slysið hafi þær afleiðingar að öllum tónleikum U2 hefur verið frestað fram til maí þegar heimstónleikaferð sveitarinnar hefst í Vancouver í Kanda.

Þótt Bono sé einkum þekktur sem söngvari hefur hann oft spilað á gítar á tónleikum U2. Hann gerir létt grín að þessu á heimasíðunni og spyr þar: “Hver hefur yfirleitt áhuga á að heyra mig spila á gítar?” Hann bætir því við að hvorki sveitin né vestræn menning séu háð gítarleik hans. Samtímis segir Bono að hann muni sakna þess að geta ekki spilað á gítarinn eins og áður.

Related Posts