Aston Martin bíll hans lenti á ójöfnu á götu í Róm:

Leikarinn Daniel Craig hefur lent í öðru slysi við gerð nýjustu James Bond myndarinnar Spectre. Slysið átti sér stað þegar hann ók Aston Martin bíl við tökur á götum Rómar en bílinn lenti á ójöfnu á einni götunni. Meiðsli Craig munu þó ekki vera alvarleg.

Fjallað er um málið í blaðinu La Repubblica. Þar segir að óhappið hafi orðið í upphafi vikunnar. Haft er eftir ónafngreindum heimildum að gatnakerfi Rómar hafi tekist nokkuð sem öðrum tekst ekki, það er að slá út sjálfan 007.

Eins og kunnugt er af fréttum brákaðist Daniel Craig á hné fyrir nokkru þegar verið var að taka upp atriði í Spectre í Austurríki og tafðist framleiðsla myndarinnar um tíma vegna þess.

Related Posts