Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking er mikið í umræðunni þessa dagana í heimi kvikmyndanna. Kvikmyndin The Theory of Everything, sem fjallar um yngri ár Hawking er hann stundaði nám við háskólann í Cambridge, hefur verið orðuð við ýmis Óskarsverðlaun. En þrátt fyrir að vera viðfangsefni umtalaðrar gæðamyndar og höfundur metsölubókarinnar A Brief History of Time virðist Hawking eiga sér enn einn draum sem hann væri til í að sjá rætast. Í viðtali við tímaritið Wired sagði hann að fátt myndi henta honum betur en að leika illmenni í Bond-mynd, ef ske kynni að hann myndi spreyta sig í leiklist. ,,Ég held að hjólastóllinn og tölvuröddin yrðu algjörlega fullkomin í slíkt hlutverk,“ sagði eðlisfræðingurinn.

HAWKIN22

 

 

 

Related Posts