Daniel Craig er aftur mættur sem James Bond 007 í 24. myndinni um njósnara hennar hátignar í einni vinsælustu og langlífustu kvikmyndasyrpu allra tíma. SPECTRE er leikstýrð af Sam Mendes (American Beauty, Skyfall) og lenti fyrsta sýnishornið á veraldarvefinn í nótt.

Að þessu sinni uppgötvar Bond dulkóðuð skilaboð úr fortíð sinni sem leiða hann á slóð illra samtaka, Spectre. Á meðan er M (Ralph Fiennes) í miðjum pólitískum átökum við að halda leyniþjónustunni gangandi, en smám saman flettir Bond ofan af svikum til að sýna fram á hinn hræðileika sannleika á bakvið Spectre.

Related Posts