Hljómsveitin Bon Jovi með nýtt lag:

THIS HOUSE IS NOT FOR SALE

Flottir Kapparnir í Bon Jovi sýna það með nýjasta lagi sínu, sem þeir gáfu út í dag að þeir hafa engu gleymt. Lagið heitir „This House Is Not For Sale“ og birtu þeir dagana fyrir útgáfuna nokkra  „teaser“ á youtube, þar á meðal þennan þar sem Tony Bongiovi bróðir Jon Bon Jovi söngvara hljómsveitarinnar ryðst inn á hann í sturtu og spyr hvað sé langt í útgáfu lagsins.

Samnefnd plata er í smíðum, en það er ekki kominn útgáfudagur á hana, en búast má við að þeir skelli sér í tónleikaferð í tengslum við útgáfu hennar. Platan er fjórtánda stúdíóplata Bon Jovi.

Nýtt Séð og Heyrt komið á sölustaði.

Related Posts