eirÞjóðin stóð á öndinni þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sigraði það hollenska eins og að drekka vatn. Þetta átti ekki að geta gerst en gerðist.

Ástæðurnar eru margar en þó helstar þær að íslenska landsliðið fékk erlendan þjálfara sem gat safnað saman íslensku liði úr helstu stórborgum Evrópu þar sem landsliðsmennirnir leika hver með sínu liði og yfirleitt eru þetta topplið.

Það eru erlend áhrif, erlend þjálfun og erlend viðhorf til leiksins sem skópu sigurinn á Hollendingum á Laugardalsvelli og reyndar á Tyrkjum og Lettum einnig. Íslendingar eru farnir að spila evrópskan fótbolta í toppklassa og eru orðnir það margir hjá erlendum félögum að það dugar í eitt landslið lítillar þjóðar.

Ef íslenskir stjórnmálamenn fengju sömu þjálfun og væru undir handarjaðri erlendra stjórnspekinga um hríð mætti ætla að þeir færu að sýna svipaða takta í pólitíkinni og íslensku atvinnumennirnir í fótbolta hafa sýnt. Víðsýni stjórnmálamannanna myndi aukast svo og leikni þeirra og geta.

Íslenskir stjórnmálamenn eiga að fara í pólitískar æfingabúðir til Evrópu og æfa sig þar í nokkur ár. Heimavöllur evrópskra stjórnmála, þar sem leikið er í úrvalsdeild, heitir Evrópusambandið og þar eru menn tilbúnir til að taka að sér efnilega útlendinga og þjálfa upp til afreka heimafyrir.

Þetta höfum við séð í fótboltanum og þurfum nauðsynlega á að halda víðar.

Gerum lífið skemmtilegra!
Eiríkur Jónsson

Related Posts