Landsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson (38) sló upp veislu:

Margt var um manninn í veislusal Gróttu á Seltjarnarnesi á nýársdag þar sem helstu handboltakempur landsins héldu upp á nýja árið með stæl.

 

Handboltafólk skemmtir sér„Ég ásamt konunni minni, Sigríði Unni Jónsdóttir, og hjónin Guðmundur Árni Sigfússon, aðstoðarþjálfari Gróttu, og Linda Rós Magnúsdóttir stóðum að þessari veislu þar sem 50 manns var boðið,“ segir Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta og þjálfari karlaliðs Víkings, um veglegt boð sem haldið var af þeim vinunum í tilefni af nýju ári.

 

Fólk var sótt með rútu í fyrirpartí sem haldin voru á þremur stöðum um bæinn. „Fólk var því í góðum gír þegar rútan renndi í hlað í Gróttu en þar tóku veisluhaldararnir á móti gestunum með fordrykk og lifandi djasstónlist.“

 

Eftir fordrykkinn var farið í veislusalinn þar sem við tók þriggja rétta matseðill sem sjálfur Jói Fel hafði kokkað af sinni einskæru snilld. „Í borðhaldinu voru nokkrar ræður og söngatriði sem fóru vel í mannskapinn. Að því loknum lék hljómsveit fyrir dansi og var dansað, eins og enginn væri morgundagurinn, langt fram eftir,“ segir landsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson.

 

handbolti

VEGLEGIR VEISLUHALDARAR: Veisluhaldararnir, frá vinstri. Hjónin Sigríður Unnur Jónsdóttir og Ágúst Jóhannsson, Jói Fel í miðjunni, en hann eldaði ofan í mannskapinn, og frá hægri  Guðmundur Árni Sigfússon og Linda Rós Magnúsdóttir.

 

handbolti

SKEMMTI SÉR KONUNGLEGA: Guðmundi Þór Jóhannessyni, fyrrverandi handboltastjörnu, leiddist ekki ef marka má þessa mynd en Guðmundur lék einnig á gítar um kvöldið við mikinn fögnuð veislugesta.

 

SH-mynd 3.

HETJAN HYLLT: Ágúst tekur á móti „hetjunni“ Alexander Petterson.

 

handbolti

SÆTAR SYSTUR: Systurnar þrjár, Linda Rós, Jóhanna Ásdís og Þóra Kolbrún Magnúsdætur voru glæsilegar og eldhressar að vanda.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts