Ásgeir Bolli Kristinsson (64) og Inga María Valdimarsdóttir (43):

Stjörnuparið Bolli í Sautján og leikkonan Inga María Valdimarsdóttir eru saman í golfferð á Spáni en þau hafa verið saman frá því að Bolli skildi við Svövu Johansen en þau skiptu þá upp verslunarveldinu Sautján sem þau höfðu skapað saman.

Inga María er hörkugóð leikkona og athafnasemi Bolla er löngu þjóðkunn en fyrir utan umfangsmikinn verslunarekstur um áratugaskeið hefur hann komið að uppbyggingu miðborgarinnar og átti fyrstur manna hugmynd að útilaug við Sundhöllina við Barónsstíg og lagði fram teikningar upp á eigin reikning sem að mestu hefur verið fylgt við þær framkvæmdir sem nú standa yfir við byggingu útilaugarinnar.

Fyrir utan að vera ástríðufullur golfleikari er Bolli ekki síður áhugasamur um tangódans og hefur dvalið langdvölum í Argentínu dansandi. Því er ekki ólíklegt að Bolli og Inga María stígi tangóspor í hótelbarnum á golfhótelinu á Spáni eftir ánægjulega hringi á vellinum í sólinni.

Related Posts