Vinir með fríðindum er vel þekkt hugtak í samskiptum kynjanna, þegar einstaklingar ákveða að hafa samskiptin sín á milli þannig að þeir eru vinir/kunningjar og stunda kynlíf saman þegar þeim hentar. Einstaklingarnir búa ekki saman og hittast jafnvel aldrei nema þegar þeir stunda kynlíf saman. Nokkrar kvikmyndir hafa fjallað um þessi samskipti og hér ætlum við að skoða nokkrar þeirra.

cartel_sin-compromiso

No Strings Attached (2011): Hvað gerir maður við nýjar tilfinningar? Vinirnir, Adam, Ashton Kutcher leikur, ólæknandi kvennabósi sem skiptir um konur eins og sokka, og Emma, leikin af Natalie Portman, er ungur læknir sem hefur hvorki tíma né áhuga á kærasta, en þau hafa verið vinir í mörg ár. Eitt kvöld sofa þau ,,óvart” saman og komast að því að þau eru fullkomnir bólfélagar af því að Emma hefur engan tíma fyrir kærasta en mikla löngun í kynlíf og Adam hefur jafnmikla löngun í kynlíf en enga löngun til að eignast kærustu. Ekki líður þó á löngu þar til tilfinningar sem hvorugt þeirra hefur upplifað áður láta á sér kræla. IMDB: 6,2.

ugly-truth_l

The Ugly Truth (2009): Karlremba í kennsluhlutverki Katherine Heigl leikur Abby, framleiðanda morgunþáttar sem hefur tapað áhorfi, Gerald Butler leikur Mike, sem er ráðinn í þeim tilgangi að auka áhorfið. Hann er karlremba, óheflaður og talar mjög opinskátt um samskipti kynjanna. Abby byrjar að deita lækni og tekur Mike að sér að kenna henni hvað kveikir í karlkyninu og hvernig hún eigi að gera lækninn að „tík“ hennar. Fyrr en varir fattar hann að hann er sjálfur orðinn hrifinn af Abby. IMDB: 6,5.

tumblr_inline_mzb4t7hybd1s9x8us

Morning Glory (2010): Með alla bolta á lofti Rachel McAdams leikur fjölmiðlakonuna Becky Fuller sem eftir langa atvinnuleit fær starf sem framleiðandi morgunþáttarins DayBreak, sem er að verða undir í samkeppninni. Hún ræður frægan fréttamann, Harrison Ford leikur, sem meðstjórnanda þáttarins með Colleen, sem Diane Keaton leikur. Þau hnakkrífast alla daga og verður Becky að hafa sig alla við til að reyna að sætta þau og bjarga þættinum, á sama tíma og hún byrjar að sofa hjá hinum myndarlega Adam, sem er leikinn af Patrick Wilson. Tekst Becky að halda vinnunni og geðheilsunni og bjarga þættinum? IMDB: 6,5.

amore-altri-rimedi-love-and-other-drugs-l-lgmsy9

Love and Other Drugs (2010): Viagra og veikindi Jamie, leikinn af Jake Gyllenhaal, er rekinn úr starfi fyrir að sofa hjá kærustu verslunarstjóra síns. Jamie byrjar að vinna hjá lyfjafyrirtæki við að selja lyf, enda nýtt og spennandi lyf komið á markað, viagra. Þegar hann kynnist Maggie, sem Anne Hathaway leikur, eru þau orðnir bólfélagar á innan við hálftíma á fyrsta stefnumótinu. Jamie heillast stöðugt meira af Maggie, sem algjörlega stjórnar því hvenær hann á að mæta til hennar en brátt fara veikindi hennar að setja strik í reikninginn. IMDB: 6,7.

al_3

Accidental love (2015): Slys veldur ástarhegðun Örlögin leiða saman gengilbeinu úr smábæ og þingmann í Washington DC. Gengilbeinan fékk nagla í höfuðið og veldur það slys skringilegri og oft yfirgengilegri hegðun hjá henni. Þingmaðurinn reynir að hjálpa henni með þeim afleiðingum að hún verður ástfangin af honum. IMDB: 4,0.

636019719376286823-1261189370_635957783072271705749130185_friends-with-benefits-friends-with-benefits-movie-2011-26672420-1280-544

Friends with Benefits (2011): Bólfélagar eða meira? Hausaveiðarinn Jamie Rellis, sem Mila Kunis leikur, reynir að fá Dylan Harper, sem er leikinn af Justin Timberlake, til að flytja búferlum og ráða sig í vinnu í New York. Henni tekst ætlunarverkið og þau verða vinir. Eitt kvöldið yfir bjór og bíómynd þar sem þau ræða vonleysi þess að finna sér maka, ákveða þau að verða bólfélagar. Þau lenda þó í þeirri klemmu að vera óðum að falla fyrir hvort öðru. IMDB:6,6.

Séð og Heyrt sefur hjá, samt ekki í bíó.

Related Posts