James Patterson (69) með nýjung:

BÓKASKOT: STUTTAR ÓDÝRAR FLJÓTLESNAR BÆKUR

Afkastamikill Bandaríski metsöluhöfundurinn James Patterson er einstaklega afkastamikill rithöfundur og hefur gefið út 161 bók frá því að sú fyrsta kom út árið 1976. Með árunum hefur hann gefið í frekar en hitt, en hann skrifar bækurnar ekki allar sjálfur heldur eru þær í dag flestar skrifaðar með einum meðhöfundi.
Bækur hans hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka og hann komst í Heimsmetabók Guinnes fyrir að vera fyrsti rithöfundurinn til að selja yfir eina milljón eintaka af rafbók.

Patterson er þekktur fyrir bækur sínar um lögreglumanninn Alex Cross, en Morgan Freeman lék hann í myndunum Kiss The Girls og Along Came A Spider.  Auk þess hefur hann meðal annars skrifað bókaflokkana Women´s Murder Club og Maximum Ride auk fjölda stakra bóka.

Og í vor kynnti Patterson nýjung: Bókaskot eða Bookshots. Bækur sem eru 150 bls. hámark hver og kosta minna en 5 dollara (um 600 kr. íslenskar) Patterson stefnir á að gefa út 2-4 bækur í hverjum mánuði, bæði spennusögur, ástarsögur og sögur byggðar á raunverulegum atburðum.

Markmiðið er að fá fólk sem les ekki til að lesa og fólk sem les til að lesa meira. „Bókaskotin eru eins og að lesa spennumynd“, segir Patterson.

Nokkrar bækur eru þegar komnar út og á heimasíðunni má sjá þær bækur sem eru komnar út og þær sem eru væntanlegar. Og rúsínan í pylsuendanum þar má eignast eina þeirra ókeypis með því að skrá sig (sem kostar ekkert). Bókin heitir The Witnesses og fjallar um Sanderson fjölskyldu sem þarf í felur eftir að einn meðlimur hennar kemst að glæpsamlegu atferli nágranna sinna. Eða svo halda þau.

bookshots-james-patterson-romans-courts

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

Related Posts