Iðunn Sinsdóttir (75) í fullu fjöri:

Iðunn Steinsdóttir fagnaði útkomu nýrrar bókar sinnar í bókaverslun Máls og Menningar. Iðunn, sem hefur sent frá sér hátt á fimmta tug barnabóka, sendir nú frá sér söguna Hrólf sem byggir á ævi langafa hennar, Hrólfs Hrólfssonar. Sagan segir frá harðri lífsbaráttu á 19. öld, þegar kjörin voru bág og veður mislynd. Iðunn var ánægð með móttökurnar sem hún fékk í útgáfuhófinu.

Fullorðins ,,Þeir sem hafa lesið bókina eru ánægðir, það var mér mikið kappsmál að koma sögunni frá

ÿØÿà

SÖGUSTUND: Iðunn les úr Hrólfs sögu.

mér, mér leið vel á meðan ég skrifaði bókina. Ég aflaði mér mikils magns upplýsinga og var staðráðin í að skrifa þessa sögu. Þetta er skáldasaga sem byggir á sönnum atburðum,“ segir Iðunn Steinsdóttir rithöfundur.

Iðunn hefur hlotið margskonar verðlaun og viðurkenningar fyrir ritstörf sín, margir þekkja sögunnar af Snuðru og Tuðru sem hafa glatt unga lesendur í fjölmörg ár.
,,Ég er ekki með neitt í smíðum núna, ég er orðin 75 ára gömul og farin að róast en það er samt þannig að rithöfundar fara ekki á ellilífeyri. Svo getur vel verið að Snuðra og Tuðra banki upp á, ég á orðið fjögur langömmubörn og níu barnabörn sem gefa mér hugmyndir að nýjum sögum um þær stöllur,” segir hún.

,,Mér sýnist vera mikið af fínum bókum á leiðinni, heilmikið eftir konur, þetta verða góð bókajól. Ég fékk góðar viðtökur í útgáfuhófinu, það seldist vel og ég áritaði fyrir marga. Ég er ánægð með bókina og vona að sem flestir lesi hana,” segir Iðunn Steinsdóttir.

 

iðunn

STOLT AF SYSTUR SINNI: Kristín Steinsdóttir, systir Iðunnar, mætti til að hlýða á systur sína en þær systur eru báðar þekktar fyrir ritstörf sín.

 

iðunn

FORVITNAR: Adda Steina Björnsdóttir, dóttir höfundarins, og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur skemmtu sér vel í útgáfuhófinu.

 

iðunn

SÖNG FYRIR ÖMMU: Elín Sif Halldórsdóttir, Eurovision-keppandi og barnabarn Iðunnar söng og spilaði með hljómsveit sinni við frábærar undirtektir viðstaddra.

Séð og Heyrt – myndablað allrar fjölskyldunnar!

 

Related Posts