Hugleikur Dagsson (37) sækir orku í Vitabar:

 

Góður vöðvi Listamaðurinn Hugleikur Dagsson hefur í mörg horn að líta og þarf því alltaf að vera í toppstandi. Orkuna sækir hann helst í Vitabar þar sem hann fær sér nautasteik með frönskum og brúnni sósu en ekki béarnaise.

„Steikin hér er góð ef maður hittir á góðan vöðva,“ segir Hugleikur sem er að fara að gefa út dagatal 2015. „Það dónlegasta sem ég hef gert hingað til,“ segir hann og sker steikina eins og marsipan. Þetta er góður vöðvi.

Þá eru einnig væntanlegar þrjár bækur frá Hugleiki, þriðja bókin í heimsendaflokknum sem hófst með Opinberun 2012 og svo tvö kver í flokkunum Best Sellers og Popular Hits.

Related Posts