Börn eru yndisleg og lán og hamingja vex með barni hverju. Á það jafnt við um konungsfjölskyldur sem og okkur hin. Þriðju kynslóð sænsku konungsfjölskyldunnar sem nú ræður ríkjum í Svíaveldi skipa nú fimm lítil börn sem öll eru yngri en fimm ára. Það er því líklega nóg af gleði, gráti og glaumi í fjölskylduveislum hjá Carl Gustav konungi.

Íslendingar hafa margir hverjir dálæti á sænsku konungsfjölskyldunni. Carl Gustav Svíakonungur tók við krúnunni 15. september 1973, eftir andlát afa síns, Gustafs Adolfs VI konungs. Faðir hans lést í flugslysi þegar Carl Gustav var níu mánaða gamall og varð Carl Gustav þá annað í röðinni að krúnunni á eftir afa sínum. Carl Gustav giftist Silviu, eiginkonu sinni, þann 19. júní 1976 og eiga þau þrjú börn: dæturnar Victoriu, sem er fædd 1977, og Madeleine, sem er fædd 1982, og soninn Carl Philip, sem er fæddur 1979. Öll eru þau gift og barnabörn konungshjónanna eru orðin fimm talsins.

14362649_10154261840319584_2990897291640958385_o

EIN „RETRÓ“: Ein gömul og góð af konungshjónunum með börnin þrjú: Victoriu, Carl Philip og Madeleine.

Victoria (hertogaynja af Vestra-Gotlandi) krónprinsessa og eiginmaður hennar, Daniel Westling, eiga tvö börn, dótturina Estelle (hertogaynju af Eystra-Gotlandi), sem fædd er 23. febrúar 2012, og soninn Oscar (hertoga af Skáni), sem fæddur er 2. mars 2016.

14468590_10154261840599584_6668514064139641567_o

KRÓNPRINSESSUFJÖLSKYLDAN: Krónprinsessan Victoria, sem er nú fyrst í röðinni að krúnunni, eiginmaðurinn Daniel, dóttirin Estelle og sonurinn Oscar.

14354918_10154261840594584_8802413923839494662_n

FYRSTA BARNABARNIÐ: Estelle prinsessa, sem er fjögurra ára, er nú önnur í röðinni að krúnunni.

14468498_10154261840484584_7581748051165415547_o

SKÍRN: Oscar prins þegar hann var skírður.

Carl Philip prins (hertogi af Värmland) og eiginkona hans, Sofia Hellqvist, eiga soninn Alexander (hertoga af Södermanland), sem fæddur er 19. apríl 2016.

14424813_10154261840304584_1929273805574090542_o

PRINSFJÖLSKYLDAN: Carl Philip prins og eiginkonan Sofia með soninn Alexander.

14379697_10154261840189584_4724012332883851268_o

NÝFÆDDUR: Alexander prins aðeins nokkurra daga gamall.

Madeleine  prinsessa (hertogaynja af Helsingjalandi og Gästrikland) og eiginmaður hennar, Christopher O´Neill, eiga tvö börn, dótturina Leonore (hertogaynju af Gotlandi), fædd 20. febrúar 2014, og soninn Nicolas (hertoga af Ångermanland), fæddur 15. júní 2015.

14435298_10154261840489584_3655379819175019196_o

PRINSESSUFJÖLSKYLDAN: Madeleine prinsessa, eiginmaðurinn Christopher, dóttirin Leonore og sonurinn Nicolas við skírn Nicolas.

14424726_10154261840549584_8232654255536253603_o

EINS ÁRS: Leonore prinsessa þegar hún varð eins árs.

14435386_10154261840314584_5067080836106903658_o

SPLUNKUNÝR: Nicolas prins nokkurra daga gamall.

Séð og Heyrt les um konungsfjölskyldur.

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts