Indverska prinsessan Leoncie (X) og góðkunningi Séð og Heyrt kveður:

Hún vakti strax athygli hér á landi. Framkoma hennar klæðnaður, dansatriði og tónlist voru ólík því sem áður hafði sést hér á landi. Nú hefur prinsessan ákveðið að yfirgefa Ísland, segist hafa fengið nóg. Hún hélt kveðjutónleika sína hér á landi á veitingastaðnum Hard Rock við gífurlega góðar undirtektir.

Litrík Indverska prinsessan Leoncie hefur verið reglulegur gestur á síðum Séð og Heyrt frá því að blaðið hóf útgáfu fyrir 20 árum. Hún hefur nú ákveðið að yfirgefa land og þjóð og halda til heimahaganna á Indlandi þar sem hún ætlar að hasla sér völl í stjórnmálum. Leoncie var í ítarlegu einkaviðtalið við Séð og Heyrt á síðasta ári þar sem hún ræddi um fordóma í hennar garð. Einnig hefur aldur hennar verið spurning og hún hefur aldrei stðafest hann. Því er það látið liggja á milli hluta. Hún er einstök engu að síður. Bless, Leoncie.

„Ég er útskúfuð og fæ ekki að vera með. Íslenska tónlistarmafían stendur bara með sínum. Þeir eru öfundsjúkir út í mig og eina sem þessir menn vilja eru bara styrkir og styrkir. Ferðastyrkir og listmannaverðlaun. Svo tilnefna þeir sjálfa sig og vini sína til tónlistarverðlauna. Ég hef aldrei verið tilnefnd til tónlistarverðlauna. Þegar ég uppgötvaði hvað var í gangi þar þá sprakk ég úr hlátri. Það er ótrúlegt. Þetta er mafía sem passar að enginn komist inn nema vinir þeirra.“

leoncie

ÖGRANDI: Leoncie er kraftmeiri en flestir á sviði.

leoncie

„ALL MY ICELANDIC MEN“: Textar hennar og einstök sviðsframkoma á sér enga hliðstæðu á Íslandi.

leoncie

FAR VEL, PRINSESSA: Leoncie flytur til Indlands en þar er hún staðráðin í að slá áfram í gegn og ætlar að hasla sér völl í stjórnmálum.

Séð og Heyrt segir bæbæbæ

Related Posts