Donald Trump (69):

Auðjöfurinn, sjónvarpsmaðurinn og nú forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur vakið gríðarlega athygli vegna framboðs síns.

Trump leggur mikið upp úr því að vinna með fjölmiðla og hefur verið óhræddur við að skjóta föstum skotum á kollega sína í framboði.

Nú hefur þó einhver fyndinn aðili tekið sig til og stofnað síðuna trumpdonald.org en þar getur þú blásið úr trompeti beint á andlit Trump.

Hægt er að skemmta sér lengi við þetta en nú þegar hefur verið „trompetað“ á Trump yfir 20 milljón sinnum.

Síðuna má finna hér.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts