Björn Ingi Hrafnsson (41) ætlar að kvænast Kolfinnu Von (27) í sumar:

Fjölmiðlamógúllinn Björn Ingi Hrafnsson, sem gefur meðal annars út DV og Pressuna.is auk þess sem hann stjórnar sjónvarpsþættinum Eyjunni, ætlar að ganga að eiga sína heittelskuðu Kolfinnu Von Arnardóttur í sumar.

Björn Ingi sendi í dag út boðskort í brúðkaupið sem fer fram í Hallgrímskirkju þann 13. júní. Og að sögn þeirra sem hafa fengið kortið í hendur virðast hjónaleysin hafa fengið myndasögumanninn Hugleik Dagsson til þess að teikna kortið.

Related Posts